Búin að steingleyma blogginu
Maður sem óskar nafnleyndar heimtar nýtt blogg. Veit hann ekki að feisbók hefur nú tekið við af blogginu? Ef ég væri klárari tölvukona væri ég líklega búin að loka þessu bloggi, enda ekkert að gerast.
Í dag gæti ég vel hugsað mér að heimta betri heilsu. Nei það er ekki einu sinni svo kúl að það sé svínaflensa. Bara sama gamla ó-kúla frjókornaofnæmið, algerlega drullufúlt. Nenni engu og varð meira að segja að hálfri gleðigöngunni í gær af því mér var bara svo innilega óglatt og ekki að nenna þessu. Laugardagsdjammið var sömuleiðis fellt niður vegna slappleika. Nenni ekki að éta pillur úr þessu, veit að frjókornum fer nú hratt fækkandi og þá vænkast minn hagur.
Í fyrramálið verð ég að taka á honum stóra mínum og heimta betri múrara. Utanhúsviðgerðirnar á húsinu virðast vera að breytast í eitt alsherjar fúsk! Múrverkinu hálf-lokið (sem meira að segja viðvaningu eins og ég get séð það) og nú ætla þeir bara að mála yfir allt saman. Sjensinn! mun fyrr hóta lögfræðingum og blaðaumfjöllun. Nágranninn er í fríi og bað mig um að taka að mér hlutverk vaktmanns yfir iðnaðarmönnunum þegar þeir láta svo lítið að sýna sig aftur.
Sumarfríið endalausa fer nú brátt að taka enda. Langtíma frí hefur nefnilega tilheygingu til að breytast í leti og slen.
Sem sést nú kannski líka á þessari dauðu bloggsíðu.
Í dag gæti ég vel hugsað mér að heimta betri heilsu. Nei það er ekki einu sinni svo kúl að það sé svínaflensa. Bara sama gamla ó-kúla frjókornaofnæmið, algerlega drullufúlt. Nenni engu og varð meira að segja að hálfri gleðigöngunni í gær af því mér var bara svo innilega óglatt og ekki að nenna þessu. Laugardagsdjammið var sömuleiðis fellt niður vegna slappleika. Nenni ekki að éta pillur úr þessu, veit að frjókornum fer nú hratt fækkandi og þá vænkast minn hagur.
Í fyrramálið verð ég að taka á honum stóra mínum og heimta betri múrara. Utanhúsviðgerðirnar á húsinu virðast vera að breytast í eitt alsherjar fúsk! Múrverkinu hálf-lokið (sem meira að segja viðvaningu eins og ég get séð það) og nú ætla þeir bara að mála yfir allt saman. Sjensinn! mun fyrr hóta lögfræðingum og blaðaumfjöllun. Nágranninn er í fríi og bað mig um að taka að mér hlutverk vaktmanns yfir iðnaðarmönnunum þegar þeir láta svo lítið að sýna sig aftur.
Sumarfríið endalausa fer nú brátt að taka enda. Langtíma frí hefur nefnilega tilheygingu til að breytast í leti og slen.
Sem sést nú kannski líka á þessari dauðu bloggsíðu.