common sense is not that common

Monday, June 07, 2010

Vill einhver fá far?

Er á leið til Egilsstaða sunnudaginn 13 júní.
Ef einhver vill fá far er það sjálfsagt en rétt að taka eftifarandi fram:

Ekið verður á Toyota Yaris bifreið árgerð 2004. Áætlaður ferðatími er sjö til átta tímar og er áætlaður brottfarartími um hádegið. Ekið verður á 90 km hraða megnið af leiðinni (helvítis Blöndóslöggann alltaf í leyni og getur verið til vandræða).
Boðið verður upp á léttar veitingar um borð og má því gera ráð fyrir að bílstjórinn verði orðin vel hífaður í Öxnadalnum og gersamlega hellaður í Mývatnssveitinni.
Er þegar búin að múta Siggu löggu á héraðinu svo það ætti ekki að verða vesen. Þarf varla að taka fram að hún er náskyld mér og væri illa í ætt skotið ef hún hefði snefil af ábyrgðartilfinningu. Enda veitir henni ekki af aurnum, einstæðri móðurinni.

Þá verður saga boutice opin (restinn af gamla dótinu sem ég náði ekki að selja í Kolaportinu á laugardeginum). Kannski ég hætti við að selja kokteilhristarann, hann er nauðsynlegur í ferðalagið.

Rétt er að taka fram að búast má við að bílstjórinn verði frekar meir á Möðrudalsöræfunum og gæti brostið í tár (hvað er það? einhver óstjórnleg fortíðarþrá sem grípur mig á þessum slóðum).
Annars má gera ráð fyrir góðum geðsveiflum alla leið og allir í stuði!

Áhugasamir vinsamlega skiljið eftir nafn og símanúmer á commentakerfinu.

Af skiljanlegum ástæðum þarf ég að takmarka fjölda farþega við tvo, mega gjarnan kunna að skipta um dekk.

1 Comments:

  • Mikið er gaman að lesa aftur bloggið þitt. Þú ert sú fyndnasta í bransanum!

    Verð því miður að beila á þessa spennandi og áræðanlega sögulega ökuferð austur!

    By Anonymous Dr Margrét, at 2:48 AM  

Post a Comment

<< Home